Sport

Að stökkva út í djúpu laugina

Telma Tómasson skrifar

„Það er blendin tilfinning í manni, því það er mikill undirbúningur fyrir þetta, manni finnst maður alltaf vera að stökkva út í djúpu laugina, en ég er búin að gera það í nokkur ár og ætli maður drepist frekar þetta árið en hin fyrri,“ segir Hulda Gústafsdóttir afreksknapi, kankvís um keppni í gæðingafimi í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, sem fram fer í kvöld, fimmtudag.

Hún segist samt hlakka til enda er hestur hennar, Askur frá Laugamýri, bæði fimur og samstarfsfús hestur, sem hentar vel í þessa keppnisgrein.

Hulda fór með sigur af hólmi í fjórgangi í Meistaradeildinni fyrir tveimur vikum og má gera ráð fyrir að hún vermi Ísólfi Líndal Þórissyni undir uggum, en hann mun freista þess að verja titilinn frá því í fyrra þegar hann vann gæðingafimina með frábærri sýningu á hesti sínum Kristófer frá Hjaltastaðahvammi.

Gæðingafimin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira