Handbolti

Ísland er fimmtánda besta handboltaþjóð Evrópu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Róbert Gunnarsson í leik á EM í janúar.
Róbert Gunnarsson í leik á EM í janúar. vísir/valli

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur gefið út styrkleikalista sinn fyrir árið 2015.

Listinn styðst við árangur þjóðanna á mótum A-landsliða sem og yngri landsliða.

Frakkar eru besta handboltaþjóð Evrópu en karlalandsliðið er númer eitt á listanum en kvennaliðið númer sjö.

Íslenskur karlahandbolti nær níunda sæti á listanum en stelpurnar urðu í 25. sæti að þessu sinni. Á heildarlistanum er Ísland síðan í 15. sæti.

Ísland var í 16. sæti á heildarlistanum 2014 og fer því upp um eitt sæti milli ára.

Listi EHF.Fleiri fréttir

Sjá meira