Handbolti

Ísland er fimmtánda besta handboltaþjóð Evrópu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Róbert Gunnarsson í leik á EM í janúar.
Róbert Gunnarsson í leik á EM í janúar. vísir/valli

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur gefið út styrkleikalista sinn fyrir árið 2015.

Listinn styðst við árangur þjóðanna á mótum A-landsliða sem og yngri landsliða.

Frakkar eru besta handboltaþjóð Evrópu en karlalandsliðið er númer eitt á listanum en kvennaliðið númer sjö.

Íslenskur karlahandbolti nær níunda sæti á listanum en stelpurnar urðu í 25. sæti að þessu sinni. Á heildarlistanum er Ísland síðan í 15. sæti.

Ísland var í 16. sæti á heildarlistanum 2014 og fer því upp um eitt sæti milli ára.

Listi EHF.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira