Sport

Magic vill fá Peyton til LA Rams

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Íþróttagoðsagnirnar Peyton Manning og Magic Johnson voru saman í spjallþætti Jimmy Fallon í gær.

Magic hefur látið til sín taka í íþróttalífinu í Los Angeles síðan hann hætti að spila körfubolta með LA Lakers.

Í þættinum sagðist hann hafa mikinn áhuga á því að fá Peyton til LA Rams en liðið var St. Louis Rams í vetur en flytur sig nú yfir til Kaliforníu.

Magic sagðist meira að segja vera til í að taka þátt í kostnaði ef Peyton kæmi til borgarinnar.

Flestir búast við því að Manning leggi skóna á hilluna eftir sigurinn í Super Bowl um síðustu helgi.

Sjá má þá félaga í þættinum hér að ofan.

NFL

Tengdar fréttir

Metáhorf á Super Bowl

Sögulegt sjónvarpsmet var sett í Bandaríkjunum á sunnudag er Super Bowl 50 fór fram. Aldrei hafa fleiri í sjónvarpssögu Bandaríkjanna horft á einn stakan viðburð.

Peyton fór í Disneyland

"I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum.
Fleiri fréttir

Sjá meira