Sport

Magic vill fá Peyton til LA Rams

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Íþróttagoðsagnirnar Peyton Manning og Magic Johnson voru saman í spjallþætti Jimmy Fallon í gær.

Magic hefur látið til sín taka í íþróttalífinu í Los Angeles síðan hann hætti að spila körfubolta með LA Lakers.

Í þættinum sagðist hann hafa mikinn áhuga á því að fá Peyton til LA Rams en liðið var St. Louis Rams í vetur en flytur sig nú yfir til Kaliforníu.

Magic sagðist meira að segja vera til í að taka þátt í kostnaði ef Peyton kæmi til borgarinnar.

Flestir búast við því að Manning leggi skóna á hilluna eftir sigurinn í Super Bowl um síðustu helgi.

Sjá má þá félaga í þættinum hér að ofan.

NFL

Tengdar fréttir

Metáhorf á Super Bowl

Sögulegt sjónvarpsmet var sett í Bandaríkjunum á sunnudag er Super Bowl 50 fór fram. Aldrei hafa fleiri í sjónvarpssögu Bandaríkjanna horft á einn stakan viðburð.

Peyton fór í Disneyland

"I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira