Körfubolti

Eiginkona aðstoðarþjálfara Thunder lést í bílslysi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Monty Williams á um sárt að binda.
Monty Williams á um sárt að binda. vísir/getty

Slæmar fréttir bárust úr herbúðum NBA-liðsins Oklahoma Thunder í gær en 44 ára gömul eiginkona aðstoðarþjálfara liðsins er látin.

Hún hét Ingrid Williams og var gift Monty Williams, aðstoðarþjálfara Thunder. Þau áttu saman fimm börn.

Ingrid lenti í bílslysi á þriðjudag en lést af sárum sínum í gær.

Monty Williams er á sínu fyrsta ári í herbúðum Oklahoma en hann var aðalþjálfari New Orleans Pelicans í fimm ár þar á undan.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira