Körfubolti

Eiginkona aðstoðarþjálfara Thunder lést í bílslysi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Monty Williams á um sárt að binda.
Monty Williams á um sárt að binda. vísir/getty

Slæmar fréttir bárust úr herbúðum NBA-liðsins Oklahoma Thunder í gær en 44 ára gömul eiginkona aðstoðarþjálfara liðsins er látin.

Hún hét Ingrid Williams og var gift Monty Williams, aðstoðarþjálfara Thunder. Þau áttu saman fimm börn.

Ingrid lenti í bílslysi á þriðjudag en lést af sárum sínum í gær.

Monty Williams er á sínu fyrsta ári í herbúðum Oklahoma en hann var aðalþjálfari New Orleans Pelicans í fimm ár þar á undan.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira