Tónlist

Bregður sér í hlutverk Winehouse

Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar
Bryndís fer vel með hlutverk Amy, en hún var einmitt um síðustu helgi á Akureyri á Græna hattinum. Nú er hún á Café Rósenberg.
Bryndís fer vel með hlutverk Amy, en hún var einmitt um síðustu helgi á Akureyri á Græna hattinum. Nú er hún á Café Rósenberg. Vísir/Anton Brink
Bryndís Ásmundsdóttir leik- og söngkona bregður sér nú í gervi Amy Winehose og tekur fyrir öll hennar bestu lög á Café Rósenberg í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og lofar Bryndís miklu stuði.

Þó ferill Amy hafi verið stuttur og skrautlegur þá situr eftir frábær tónlist sem á eftir að lifa um aldur og æfi. Bryndís og hljómsveit héldu tónleika á Græna Hattinum fyrir stuttu við algerlega frábærar undirtektir. 

Bandið er skipað einvala liði, en um ræðir Ingi Björn Ingason á bassa, Þorvaldur Þór Þorvaldsson á trommur, Birkir Rafn Gíslason á gítar, Valdimar Kristjónsson á hljómborð,  Sólveig Morávek tenór sax, Rósa Guðrún Sveinsdóttir baritón sax og Elvar Bragi Kristjónsson á trompeti.

Bryndís hvetur sem fæsta til að láta þessa kvöldskemmtun framhjá sér fara.

 


Tengdar fréttir

Af hverju þurfti Amy Winehouse að deyja?

Fjölskylda Winehouse hefur lýst yfir óánægju sinni með nýja heimildamynd um ævi söngkonunnar. Leikstjórinn gefur lítið út á gagnrýnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×