Innlent

Eldur í bíl á Grettisgötu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Greiðlega gekk að slökkva eldinn.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Mynd/Áslaug Hauksdóttir

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan sex í kvöld en kviknað hafði í vöruflutningabíl á Grettisgötu. Töluverðan reyk lagði frá bílnum eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem logaði glatt samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu og er bíllinn mikið skemmdur.
Fleiri fréttir

Sjá meira