Enski boltinn

Sunderland rekur Johnson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Johnson í leik með Sunderland.
Johnson í leik með Sunderland. vísir/getty

Enska úrvalsdeildarfélagið Sunderland hefur rekið Adam Johnson en hann hefur játað á sig kynferðisbrot gegn barni.

Hann er á leið fyrir rétt á morgun vegna tveggja annarra ákæra um barnaníð þar sem hann neitar sök. Hann játaði að hafa sofið hjá 15 ára stúlku.

Johnson var í fyrstu settur í bann hjá félaginu er hann var handtekinn í mars í fyrra. Hann kom svo aftur inn í liðið á meðan málið var tekið fyrir.

Síðasti leikur hans fyrir félagið var gegn Liverpool þar sem hann skoraði í 2-2 jafntefli.


Tengdar fréttir

Johnson ekki með Sunderland um helgina

Adam Johnson verður ekki með Sunderland þegar liðið tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á laugardaginn.

Johnson játar kynferðisbrot gegn barni

Adam Johnson, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland, hefur játað fyrir rétti að hafa brotið kynferðislega gegn stúlku undir samræðisaldri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira