Handbolti

Haukar lengi að hrista af sér Víkinga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Adam Haukur var frábær í kvöld.
Adam Haukur var frábær í kvöld. vísir/vilhelm

Botnlið Víkings náði að standa hraustlega í toppliði Hauka í Víkinni í kvöld.

Jafnt var á með liðunum í hálfleik og það var ekki fyrr en í blálokin sem Haukarnir hristu Víkinga almennilega af sér og unnu fjögurra marka sigur.

Þar sem Valur tapaði gegn Gróttu eru Haukarnir nú komnir með fjögurra stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar. Víkingur sem fyrr á botninum.

Víkingur-Haukar  26-30 (13-13)

Víkingur: Jóhann Reynir Gunnlaugsson 8, Karolis Stropus 6, atli Karl Bachmann 6, Jónas Bragi Hafsteinsson 2, Ægir Hrafn Jónsson 2, Daníel Örn Einarsson 1, Jón Hjálmarsson 1.

Haukar: Adam Haukur Baumruk 9, Janus Daði Smárason 8, Hákon Daði Styrmisson 5, Tjörvi Þorgeirsson 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Elías Már Halldórsson 1, Heimir Óli Heimisson 1, Jón Þorbjörn Jóhannsson 1, Þröstur Þráinsson 1.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira