Fótbolti

Eiður Smári kynntur til leiks hjá Molde á morgun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eiður Smári í leik með Bolton.
Eiður Smári í leik með Bolton. vísir/getty

Eiður Smári Guðjohnsen kom til Molde í Noregi í kvöld en hann er við það að ganga í raðir félagsins.

Lið Man. Utd goðsagnarinnar Ole Gunnar Solskjær, Molde, hefur náð samkomulagi við Eið Smára um að spila með þeim fram á sumar.

Eiður Smári ætlar sér á EM með íslenska landsliðinu næsta sumar og þurfti því að finna sér félag. Það fannst í Noregi.

Molde hefur boðað til blaðamannafundar á morgun þar sem Eiður Smári verður kynntur til leiks.
Fleiri fréttir

Sjá meira