Lífið

Æðisleg viðbrögð Margrétar Heklu þegar hún fréttir að litla systir sé komin í heiminn

Atli Ísleifsson skrifar
Systurnar Margrét Hekla og Vordís Katla.
Systurnar Margrét Hekla og Vordís Katla. Mynd/Guðný Halla

„Myndbandið er tekið fyrir um ári þegar Margrét Hekla fékk fréttirnar af því að hún væri orðin stóra systir. Hún var búin að bíða lengi eftir þessu og þetta voru viðbrögðin,“ segir Guðný Halla Hauksdóttir, móðir Margrétar Heklu, um myndband sem tekið var þann 9. febrúar í fyrra eftir að litla systir Margrétar var kominn í heiminn.

Guðný Halla segir að Margrét Hekla hafi verið í pössun hjá foreldrum hennar þegar þau hjónin voru stödd á fæðingardeildinni. „Pabbi hennar hringir í hana og lætur vita að hún sé orðin stóra systir. Hún fær þá að sjá nokkrar myndir af henni og svona brást hún við.“

Guðný Halla segir að Margrét Hekla, sem nú sé orðin sjö ára, standi sig frábærlega í hlutverki stóru systur.

„Við settum myndbandið aftur á vefinn um daginn þegar litla stelpan okkar, Vordís Katla, varð eins árs.“

Sjá má þetta frábæra myndband að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira