Erlent

Minnihlutahópar í brennidepli í kappræðum Demókrata í nótt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sjöttu kappræður Demókrata fara fram í kvöld.
Sjöttu kappræður Demókrata fara fram í kvöld. Vísir/Getty

Talið er víst að hagsmunir minnihlutahópa verði í brennidepli í sjöttu kappræðum Demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem fara í nótt.

Næstu forkosningar fara fram í Nevada og Suður-Karólínu og eru kappræðurnar í nótt þær síðustu þangað til gengið verður til kosninga þar. Íbúar þessara ríkja eru að stórum hluta spænskumælandi eða svartir, ólíkt íbúum New Hampshire og Iowa þar sem íbúar eru að stærstum hluta hvítir.

Athygli er vakin á því að kappræðurnar verða sýndar í beinni útsendingu á YouTube. Horfa á má kappræðurnar hér fyrir neðan en þær hefjast klukkan tvö í nótt. Útsending hefst klukkan 01.30.

Skriðþunginn er hinsvegar með Bernie Sanders eftir stórsigur hans í forkosningunum í New Hampshire en þar áður sigraði Hillary Clinton með miklum naumindum í Iowa. Stuðningur við Sanders hefur hinsvegar hingað til að mestu leyti komið frá hvítu fólki og þarf hann því að tryggja sér meiri stuðning meðal minnihlutahópa ætli hann sér að verða forsetaefni Demókrata.

Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum

Hillary Clinton hefur þegar tryggt sér stuðning áhrifamikla svartra þingmanna og hefur forskot á Sanders hvað varðar stuðning frá minnihlutahópum.

Líkt og sjá má hjá hér fyrir neðan leiðir Clinton í skoðunarkönnunum fyrir forkosningarnar í Nevada og Suður-Karólínu en þær fara fram 20. og 27. febrúar.
Suður-Karólína

Nevada

Bein útsending frá sjöttu kappræðum Demókrata

Umræðan á Twitter

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira