Erlent

Stefnt að vopnahléi í Sýrlandi

Sýrlenski stjórnarherinn sækir hratt að Aleppo og líklegt þykir að hundruðir þúsundir Sýrlendinga muni lokast inn í borginni.
Sýrlenski stjórnarherinn sækir hratt að Aleppo og líklegt þykir að hundruðir þúsundir Sýrlendinga muni lokast inn í borginni. Vísir/AFP

Stórveldi heimsins hafa ákveðið að reyna að koma á vopnahléi í Sýrlandi sem á að hefjast eftir eina viku. Þetta var niðurstaða fundar sem fram fór í Þýskalandi í gærkvöldi. John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna viðurkennir að áætlunin sé metnaðarfull en að margt geti farið úrskeiðis.

Gert er ráð fyrir að hjálparstofnanir fái þar með næði til að koma nauðsynlegri aðstoð til íbúa landsins sem víða líða mikinn skort. Vopnahléið mun þó ekki ná til stríðsreksturs við Isis samtökin og Al-Nusra hreyfinguna.
Fleiri fréttir

Sjá meira