Innlent

Neitaði að borga og var flutt í fangaklefa

Mjög ölvuð kona neitaði að greiða fyrir veitingar, sem hún hafði notið á veitingahúsi í vesturborginni laust fyrir klukkan eitt í nótt. Starfsfólkið kallaði á lögreglu, en konan harðneitaði að gefa upp nafn eða aðrar upplýsingar, svo hún var vistuð í fangageymslu.

Síðar í nótt kom í ljós að hún átti bókað flug frá landinu klukkan sex í morgun og kom vinkona hennar á stöðina, greiddi reikninginn og hélt á brott með konuna.

Ekki segir af því hvort hún náði fluginu.Fleiri fréttir

Sjá meira