Innlent

Neitaði að borga og var flutt í fangaklefa

Mjög ölvuð kona neitaði að greiða fyrir veitingar, sem hún hafði notið á veitingahúsi í vesturborginni laust fyrir klukkan eitt í nótt. Starfsfólkið kallaði á lögreglu, en konan harðneitaði að gefa upp nafn eða aðrar upplýsingar, svo hún var vistuð í fangageymslu.

Síðar í nótt kom í ljós að hún átti bókað flug frá landinu klukkan sex í morgun og kom vinkona hennar á stöðina, greiddi reikninginn og hélt á brott með konuna.

Ekki segir af því hvort hún náði fluginu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira