Enski boltinn

Payet gerir langtímasamning við West Ham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Payet er í miklum metum hjá stuðningsmönnum West Ham.
Payet er í miklum metum hjá stuðningsmönnum West Ham. vísir/getty

Franski miðjumaðurinn Dimitri Payet hefur skrifað undir nýjan fimm og hálfs árs samning við West Ham United. Nýi samningurinn gildir til sumarsins 2021.

Payet, sem er 28 ára, kom til West Ham frá Marseille í sumar og hefur slegið í gegn á Upton Park.

Frakkinn hefur skorað sex mörk og gefið fjórar stoðsendingar á tímabilinu og átt stóran þátt í góðu gengi Hamranna.

West Ham er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 39 stig eftir 25 umferðir.


Tengdar fréttir

Ogbonna skallaði Liverpool úr bikarnum

West Ham er komið í 16-liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir dramatískan sigur á Liverpool í kvöld. Angelo Ogbonna tryggði West Ham 2-1 sigur í uppbótartíma framlengingar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira