Erlent

Grikkir fá þrjá mánuði til að bæta eftirlit

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bátur með flóttafólki frá Afganistan nálgast grísku eyjuna Lesbos í Eyjahafi.
Bátur með flóttafólki frá Afganistan nálgast grísku eyjuna Lesbos í Eyjahafi. vísir/EPA

Evrópusambandið hefur gefið grískum stjórnvöldum þriggja mánaða frest til þess að koma skikk á landamæraeftirlit sitt. Grikkland er hluti af Schengen samkomulaginu en í frétt BBC kemur fram að með breytingunni ættu aðildarþjóðir Schengen að geta viðhaldið frjálsu flæði fólks yfir landamæri sín.

Fyrir tveimur vikum kom fram í skýrsludrögum að eftirliti Grikkja á ytri landamærum væri verulega ábótavant. Sem aðili að Schengen er þjóðin skuldbundin til þess að halda uppi eftirliti á ytri landamærum. Grikkjum hefur áður verið hótað að vera vísað úr Schengen vegna lélegs eftirlits.

Undanfarnar vikur og mánuði hafa einstök lönd innan Schengen tímabundið aukið eftirlit á landamærum sínum. Yfir 850 þúsund innflytjendur og flóttamenn komu til Grikklands í fyrra.


Tengdar fréttirFleiri fréttir

Sjá meira