Enski boltinn

Troy Deeney sá um Crystal Palace

Stefán Árni Pálsson skrifar
Troy Deeney.
Troy Deeney. vísir/getty

Fjölmargir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag en þar ber helst að nefna góðan sigur Watford á Crystal Palace, 2-1. 

Troy Deeney skoraði bæði mörk Watford í leiknum en sigurmark leiksins kom á 82. mínútu. 

Stoke vann Bournemouth, 3-1, á útivelli en mörk Stoke gerðu þeir Giannelli Imbula Wanga, Ibrahim Afellay og Joselu.

Þá gerðu West Ham og Norwich 2-2 jafntefli á heimavelli Norwich. 

Hér að neðan má sjá öll úrslit dagsins. 
Fleiri fréttir

Sjá meira