Enski boltinn

Sunderland með risasigur á Manchester United

Stefán Árni Pálsson skrifar
Martial í leiknum
Martial í leiknum vísir/getty

Sunderland gerði sér lítið fyrir og vann Manchester United, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Leikurinn fór fram á Leikvangi Ljóssins og byrjaði hann vel fyrir heimamenn sem komust eftir aðeins þriggja mínútna leik. Þar var að verki Wahbi Khazri sem gerði laglegt mark fyrir Sunderland.

Anthony Martial jafnaði metin fyrir United rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og var staðan 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var frekar bragðdaufur en Lamine Kone skoraði sigurmarkið á 82. mínútu leiksins.

Manchester United er í fimmta sæti deildarinnar með 41 stig. Sunderland er í 18. sætinu með 23 stig.

Sunderland kemst í 1-0

Martial jafnar metin fyrir United

Sunderland skorar sigurmarkiðAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira