Enski boltinn

Liverpool slátraði Aston Villa 6-0 | Sjáðu mörkin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daniel Sturridge
Daniel Sturridge vísir/getty

Liverpool gjörsamlega slátraði Aston Villa, 6-0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Það var alveg ljóst frá upphafsmínútum leiksins í hvað stefndi og voru leikmenn Villa aldrei með í leiknum.

Villa menn geta í raun farið að pakka saman og byrjað að undirbúa sig fyrir 1. deildina á næsta tímabili, því kraftaverk mun ekki einu sinni bjarga þeim.

Daniel Sturridge var í byrjunarliði Liverpool í og skoraði hann fyrsta mark leiksins. Því næst bættu þeir James Milner, Emre Can, Divock Roigi, Nathaniel Clyne og Kolo Toure við mörkum fyrir gestina og niðurstaðan 6-0 tap Aston Villa.

Aston Villa hefur aldrei í sögu félagsins fengið fleiri mörk á sig á Villa Park.

Sturridge kemur Liverpool yfir

James Milner skorar, 2-0

Emre Can skorar

Divock Origi og Nathaniel Clyne skora fyrir Liverpool

Kolo Toure kemur Liverpool í 6-0Fleiri fréttir

Sjá meira