Enski boltinn

Tottenham ætlar að vera með í titilbaráttunni | Risasigur á City

Stefán Árni Pálsson skrifar
Harry Kane
Harry Kane vísir/getty

Tottenham vann frábæran útisigur, 2-1, á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Staðan í hálfleik var 0-0 og gerðist fátt markvert í þeim fyrri. Í upphafi síðari hálfleiks fékk Tottenham dæmda vítaspyrnu þegar Raheem Sterling, leikmaður City, fékk boltann í höndina innan vítateigs.

Harry Kane fór á punktinn og skoraði örugglega. Stundarfjórðungi fyrir leikslok jafnaði Kelechi Iheanacho metin fyrir Manchester City og virkaði liðið gríðarlega líklegt til að skora annað mark stuttu síðar.

Það gerðist aftur á móti ekki og var það Christian Eriksen sem tryggði Tottenham öll þrjú stigin nokkrum mínútum fyrir leikslok með fínu marki. Eriksen á einmitt afmæli í dag og fékk heldur betur góða afmælisgjöf en hann er 24 ára í dag. 

Tottenham því komið í annað sæti deildarinnar og aðeins tveimur stigum á eftir Leicester sem er í efsta sæti.

Spurs kemst yfir með marki frá Harry Kane

Kelechi Iheanacho 1-1

Eriksen skorar sigurmark leiksinsAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira