Sport

Ronda byrjuð að æfa á nýjan leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronda er búinn að standa í ýmsu síðustu mánuði en er loksins farin að æfa á nýjan leik.
Ronda er búinn að standa í ýmsu síðustu mánuði en er loksins farin að æfa á nýjan leik. vísir/getty

Ein óvæntustu úrslitin í sögu UFC komu síðasta nóvember þegar Holly Holm rotaði Rondu Rousey á eftirminnilegan hátt.

Þessi bardagi átti að vera enn einn auðveldi bardaginn fyrir Rondu en hún mætti alls ekki nógu tilbúin og fékk á baukinn.

Eftir það tók hún sér frí frá íþróttinni til þess að sinna öðrum hugðarefnum eins og að leika í kvikmyndum.

Það er beðið eftir því að hún berjist aftur við Holm og loksins er Ronda byrjuð að undurbúa sig.

Enn er óljóst hvenær þær berjast en Holm mun berjast í upphafi næsta mánaðar við Miesha Tate.

Það sást til hennar á æfingu með þjálfara sínum í gær. Vonir standa til að hún muni berjast við Holm á UFC 200 næsta sumar.


Tengdar fréttir

Ronda Rousey: Ég kem aftur

Ronda Rousey lofaði aðdáendum sínum að hún ætli að snúa aftur inn í hringinn en bardagaheimurinn er enn að jafna sig eftir óvænt tap hennar á móti hinni 34 ára gömlu Holly Holm í Ástralíu um helgina.

Sjáðu fyrsta tap Rondu

Holly Holm er nýr bantamvigtarmeistari í UFC eftir óvæntan sigur á Rondu Rousey í nótt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira