Sport

Feitur biti kominn á NFL-markaðinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Forte kveður Chicago.
Forte kveður Chicago. vísir/getty
Hlauparinn Matt Forte staðfesti í dag að hans tíma hjá Chicago Bears væri lokið.

Hinn þrítugi Forte fær ekki nýjan samning hjá Bears þar sem hann hefur leikið allan sinn feril í NFL-deildinni.

„Ég fékk að vita af þessu í vikunni. Ég verð alltaf þakklátur fyrir minn tíma hérna og eina svekkelsið er að hafa ekki unnið titil fyrir bestu stuðningsmenn Bandaríkjanna,“ skrifaði Forte á Instagram-síðu sína.

Forte var valinn í annarri umferð nýliðavalsins árið 2008. Hann hljóp yfir 1.000 jarda í fimm af átta tímabilum sínum hjá Bears. Hann hljóp 898 jarda í ár sem var hans lélegasta á ferlinum. Hann missti reyndar af þrem leikjum vegna meiðsla. Annars hefði hann farið yfir þúsund.

Hann var með 4,1 jard að meðaltali í hverju hlaupi og hefur aðeins misst úr átta leiki á ferlinum. Líf hlaupara eftir þrítugt er þó alltaf erfitt.

Engu að síður er búist við því að mörg félög muni líta hann hýru augu enda á hann nóg eftir þó svo aðeins sé farið að hægjast á honum.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×