Lífið

Spilar á píanó og munnhörpu samtímis

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Guðmundur hefur munnhörpuna á sérstakri grind sem heldur henni upp við munninn meðan hann spilar á píanóið.
Guðmundur hefur munnhörpuna á sérstakri grind sem heldur henni upp við munninn meðan hann spilar á píanóið. Vísir/Vilhelm

Ertu alltaf kallaður báðum nöfnunum, Guðmundur Daníel?
Nei, yfirleitt bara Guðmundur og stundum Gummi af vinum mínum í skólanum. Þegar ég er í útlöndum er ég kallaður Daníel því útlendingum finnst erfitt að segja Guðmundur.

Hvað finnst þér skemmtilegast að læra í skólanum? Smíði, stærðfræði og íþróttir.

Hver eru helstu áhugamálin utan skólans?
Golf, skíði og að spila á píanó. Ég spila golf á sumrin hjá Golfklúbbnum Oddi með pabba og Helga Hrafni, bróður mínum.

Hversu gamall byrjaðir þú að spila á hljóðfæri?
Ég byrjaði fimm ára að spila á píanó í Landakotsskóla. Núna læri ég hjá Jónasi Sen í Tónmenntaskóla Reykjavíkur.

Hvernig datt þér í hug að spila á píanó og munnhörpu í einu?
Það var þegar ég sá Billy Joel spila Pianoman á Youtube. Mig langaði að prófa hvort ég gæti gert það sama, spila á píanó, munnhörpu og syngja lagið á sama tíma.

Byrjaðir þú ungur að æfa á skíðum?
Ég var sjö ára þegar ég fór að æfa skíði hjá Ármanni en bara fjögurra ára þegar ég byrjaði fyrst að fara á skíði.

Nú er ég nýkominn úr níu daga skíðaferð til Keystone í Colorado með fjölskyldu minni. Það var mjög gaman. Við skíðuðum allar erfiðustu brekkurnar og líka fyrir utan brekkur og inn á milli trjánna. Það reyndi á. Ég hef líka skíðað í Sochi í Rússlandi, í Kanada, á Ítalíu og í Breckenridge.

Keppir þú stundum á skíðum? Já, til dæmis keppti ég á Reykjavíkurmótinu í stórsvigi síðasta þriðjudag og lenti í 4. sæti.

Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór?
Atvinnumaður í golfi því það er íþróttin sem mér finnst skemmtilegust.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira