Fótbolti

Öruggt hjá Kaiserslautern

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jón Daði í landsleik.
Jón Daði í landsleik. vísir/getty

Jón Daði Böðvarsson og félagar í Kaiserslautern hoppuðu upp um fjögur sæti í þýsku B-deildinni í kvöld.

Þá vann liðið öruggan útisigur, 0-4, á Paderborn. Með sigrinum fór Kaiserslautern upp úr tíunda sæti í það sjötta.

Liðið er þó enn átta stigum frá öruggu sæti í Bundesligunni.

Jón Daði var í byrjunarliði Kaiserslautern í kvöld og lék í fremstu víglínu. Hann lék allan leikinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira