Handbolti

Karen öflug í jafntefli gegn toppliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Karen Knútsdóttir.
Karen Knútsdóttir. vísir/stefán

Íslendingaliðið Nice kom skemmtilega á óvart í franska kvennaboltanum í kvöld.

Þá gerði Nice jafntefli, 23-23, við topplið Metz sem er með yfirburðastöðu í deildinni en Nice er í fimmta sæti. Staðan í hálfleik var 11-11.

Karen Knútsdóttir var næstmarkahæst í liði Nice í kvöld en hún skoraði fimm mörk úr níu skotum.

Arna Sif Pálsdóttir skoraði eitt mark úr tveimur skotum fyrir Nice.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira