Handbolti

Karen öflug í jafntefli gegn toppliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Karen Knútsdóttir.
Karen Knútsdóttir. vísir/stefán

Íslendingaliðið Nice kom skemmtilega á óvart í franska kvennaboltanum í kvöld.

Þá gerði Nice jafntefli, 23-23, við topplið Metz sem er með yfirburðastöðu í deildinni en Nice er í fimmta sæti. Staðan í hálfleik var 11-11.

Karen Knútsdóttir var næstmarkahæst í liði Nice í kvöld en hún skoraði fimm mörk úr níu skotum.

Arna Sif Pálsdóttir skoraði eitt mark úr tveimur skotum fyrir Nice.Fleiri fréttir

Sjá meira