Enski boltinn

Owen: Leicester gæti fallið á næsta tímabili

Stefán Árni Pálsson skrifar
Michael Owen, sérfræðingur BT sports.
Michael Owen, sérfræðingur BT sports. Vísir/GEtty
Michael Owen, sérfræðingur BT sports, telur að Leicester City gæti hreinlega fallið úr ensku úrvalsdeildinni, á næsta tímabilinu.

Leicester er í efsta sæti deildarinnar núna og fimm stigum á undan næsta liði. Tímabilið hefur verið hreint magnað hjá lærisveinum Claudio Ranieri en liðið rétt bjargaði sér frá falli á síðasta tímabili.

Owen telur að félagið verði að taka ákveðnar fjárhagslega áhættu fyrir næsta tímabil og fjárfesta vel.

„Leicester getur hæglega unnið deildina í ár en ég held að félagið geti samt sem áður verið í fallbaráttu á næsta tímabili,“ sagði Owen í umræðuþætti á BT Sports.

„Þeir geta gert tvennt. Annarsvegar getur félagið fjárfest vel fyrir þá peninga sem þeir fá fyrir að komast í Meistaradeild Evrópu, og þá barist um toppsætin næstu árin. Hinsvegar gætu þeir einnig farið varlega með peningana, kannski misst leikmann eins og Riyad Mahrez og allt í einu er félagið komið í slæm mál.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×