Enski boltinn

Owen: Leicester gæti fallið á næsta tímabili

Stefán Árni Pálsson skrifar
Michael Owen, sérfræðingur BT sports.
Michael Owen, sérfræðingur BT sports. Vísir/GEtty

Michael Owen, sérfræðingur BT sports, telur að Leicester City gæti hreinlega fallið úr ensku úrvalsdeildinni, á næsta tímabilinu.

Leicester er í efsta sæti deildarinnar núna og fimm stigum á undan næsta liði. Tímabilið hefur verið hreint magnað hjá lærisveinum Claudio Ranieri en liðið rétt bjargaði sér frá falli á síðasta tímabili.

Owen telur að félagið verði að taka ákveðnar fjárhagslega áhættu fyrir næsta tímabil og fjárfesta vel.

„Leicester getur hæglega unnið deildina í ár en ég held að félagið geti samt sem áður verið í fallbaráttu á næsta tímabili,“ sagði Owen í umræðuþætti á BT Sports.

„Þeir geta gert tvennt. Annarsvegar getur félagið fjárfest vel fyrir þá peninga sem þeir fá fyrir að komast í Meistaradeild Evrópu, og þá barist um toppsætin næstu árin. Hinsvegar gætu þeir einnig farið varlega með peningana, kannski misst leikmann eins og Riyad Mahrez og allt í einu er félagið komið í slæm mál.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira