Innlent

Eldur í bíl á Framnesvegi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vísir/Stefán

Slökkviliðið var kallað út klukkan 12.20 í dag vegna elds sem logaði í bíl á Framnesvegi í Vesturbæ Reykjavíkur.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var einn bíll sendur á staðinn til að slökkva eldinn en ekki er talið að neinn sé í hættu vegna eldsins.

Uppfært klukkan 13.05: Slökkvistarfi er nú lokið og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira