Innlent

Eldur í bíl á Framnesvegi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vísir/Stefán

Slökkviliðið var kallað út klukkan 12.20 í dag vegna elds sem logaði í bíl á Framnesvegi í Vesturbæ Reykjavíkur.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var einn bíll sendur á staðinn til að slökkva eldinn en ekki er talið að neinn sé í hættu vegna eldsins.

Uppfært klukkan 13.05: Slökkvistarfi er nú lokið og gekk greiðlega að slökkva eldinn. 
Fleiri fréttir

Sjá meira