Enski boltinn

Mahrez: Við höfum engu að tapa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Riyad Mahrez og Jamie Vardy eru mennirnir á bakvið velgengni Leicester.
Riyad Mahrez og Jamie Vardy eru mennirnir á bakvið velgengni Leicester. vísir/getty

Riyad Mahrez, leikmaður Leicester City, segir að fallbaráttan á síðustu leiktíð hafi nú hjálpað liðinu að höndla pressuna sem er á leikmönnum liðsins um þessar mundir, en Leicester er í efsta sæti deildarinnar, og fimm stigum á undan næsta liði.

Þegar 13 umferðir eru eftir að deildarkeppninni er liðið enn í efsta sætinu en fyrir einu ári síðan var það að falla úr deildinni.

Mahrez hefur algjörlega farið á kostum á tímabilinu og skorað 15 mörk og lagt mikið upp.

„Þegar maður fer í gegnum erfiða tíma í boltanum öðlast maður reynslu. Núna erum við andlega sterkari en staðan er samt alltaf sú hjá okkur að við höfum engu að tapa,“ segir Mahrez í samtali við BBC.

Leicester mætir Arsenal í stórleik helgarinnar á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira