Enski boltinn

Mahrez: Við höfum engu að tapa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Riyad Mahrez og Jamie Vardy eru mennirnir á bakvið velgengni Leicester.
Riyad Mahrez og Jamie Vardy eru mennirnir á bakvið velgengni Leicester. vísir/getty

Riyad Mahrez, leikmaður Leicester City, segir að fallbaráttan á síðustu leiktíð hafi nú hjálpað liðinu að höndla pressuna sem er á leikmönnum liðsins um þessar mundir, en Leicester er í efsta sæti deildarinnar, og fimm stigum á undan næsta liði.

Þegar 13 umferðir eru eftir að deildarkeppninni er liðið enn í efsta sætinu en fyrir einu ári síðan var það að falla úr deildinni.

Mahrez hefur algjörlega farið á kostum á tímabilinu og skorað 15 mörk og lagt mikið upp.

„Þegar maður fer í gegnum erfiða tíma í boltanum öðlast maður reynslu. Núna erum við andlega sterkari en staðan er samt alltaf sú hjá okkur að við höfum engu að tapa,“ segir Mahrez í samtali við BBC.

Leicester mætir Arsenal í stórleik helgarinnar á morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira