Enski boltinn

Ung­linga­liðs­þjálfari United hættur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Paul McGuinness.
Paul McGuinness.

Paul McGuinness, unglingaliðsþjálfari Manchester United, er hættur sem þjálfari U-18 liðsins og sagði hann upp störfum á föstudaginn.

„Paul McGuinness er hættur þjálfun hjá félaginu og ætlar hann sér að reyna fyrir sér á öðrum vettvangi,“ segir í yfirlýsingu frá Manchester United.

Ed Woodward, framkvæmdarstjóri Manchester United, hefur staðfest að félagið sé að breyta allri umgjörð í kringum unglingastarf félagsins en unglingaliðið hefur ekki unnið leik í síðustu tólf leikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira