Enski boltinn

Kouyate við það að gera nýjan samning

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cheikhou Kouyate í leik með West Ham.
Cheikhou Kouyate í leik með West Ham. vísir

Cheikhou Kouyate, leikmaður West Ham United, er við það að gera nýjan fjögurra ára samning við félagið en frá þessu greina breskir miðlar.

Þessi 26 ára leikmaður gekk í raðir félagsins sumarið 2014 og er einn allra mikilvægasti leikur liðsins.

Talið er að Kouyate verði einn launahæsti leikmaður liðsins með nýja samningnum og gæti verið á svipuðum vikulaunum og Dimitri Payet sem gerði nýjan fimm ára samning við West Ham í vikunni.

West Ham gerði 2-2 jafntefli við Norwich í ensku úrvalsdeildinni í gær.Fleiri fréttir

Sjá meira