Sport

Jón Margeir með nýtt heimsmet

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Margeir.
Jón Margeir. vísir/getty

Jón Margeir Sverrisson gerði sér lítið fyrir og sló nýtt heimsmet í 400 metra skriðsundi fatlaðra á móti sem fram fer í Malmö í Svíþjóð. Hann greinir sjálfur frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Jón kom í mark á tímanum 4:04,43 sem mun vera nýtt heimsmet. Jón er að gera frábæra hluti á mótinu en hann vann einnig 50 metra skriðsund og 100 metra fjórsund á mótinu.

„Þetta er reyndar ekki minn hraðasti tími en þetta er hraðasti skráði tími í heiminum á löglegu IPC móti og það skipti máli,“ segir Jón Margeir á Facebook.

Löngum degi í lauginni hér í Malmö lokið. Vel ásættanleguir árangur :) Byrjaði á undanrásum í 50 skrið og fyrstur inn í...

Posted by Jón Margeir til London 2012 on 13. febrúar 2016


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira