Fótbolti

Kolbeinn og félagar með góðan sigur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kolbeinn kom við sögu.
Kolbeinn kom við sögu. vísir

Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Nantes unnu fínan sigur, 2-1, á Lorient, í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 

Kolbeinn byrjaði leikinn á bekknum en lék síðasta hálftíma leiksins. Adryan skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tíu mínútna leik og var staðan orðin 2-0 þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum þegar Emiliano Sala gerði annað mark leiksins.

Staðan var 2-0 í hálfleik en Benjami náði að minnka muninn úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok. 

Nantes er í fimmta sæti deildarinnar með 39 stig. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira