Fótbolti

Kolbeinn og félagar með góðan sigur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kolbeinn kom við sögu.
Kolbeinn kom við sögu. vísir

Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Nantes unnu fínan sigur, 2-1, á Lorient, í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 

Kolbeinn byrjaði leikinn á bekknum en lék síðasta hálftíma leiksins. Adryan skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tíu mínútna leik og var staðan orðin 2-0 þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum þegar Emiliano Sala gerði annað mark leiksins.

Staðan var 2-0 í hálfleik en Benjami náði að minnka muninn úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok. 

Nantes er í fimmta sæti deildarinnar með 39 stig. 
Fleiri fréttir

Sjá meira