Lífið

Þessi lög komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar

Birgir Olgeirsson skrifar
Elísabet Ormslev, Þórdís Birna og Guðmundur Snorri og Alda Dís komust í úrslit Söngvakeppninnar í kvöld með lögin Á ný, Spring yfir heiminn og Augnablik.
Elísabet Ormslev, Þórdís Birna og Guðmundur Snorri og Alda Dís komust í úrslit Söngvakeppninnar í kvöld með lögin Á ný, Spring yfir heiminn og Augnablik. Vísir/Pressphotos.biz/ruv.is
Lögin Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn komust í úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Lögin voru flutt á seinna undankvöldi Söngvakeppninnar í Háskólabíó en úrslitin fara fram í Laugardalshöll næstkomandi laugardagskvöld.

Lagið Augnablik er flutt af Öldu Dís en það er eftir Ölmu Goodman og James Wong.

Á ný er flutt af Elísabetu Ormslev en lagið er eftir Gretu Salóme Stefánsdóttur.

Spring yfir heiminn er flutt af Þórdísi Birnu Borgarsdóttur og Guðmundi Snorra Sigurðssyni. Lagið er eftir Júlí Heiðar Halldórsson.

Gréta Salóme með lagið Raddirnar, Karlotta Sigurðardóttir með lagið Óstöðvandi og Erna Hrönn og Hjörtur Traustason með lagið Hugur minn er komust áfram í úrslitin á fyrra undankvöldinu sem fór fram um liðna helgi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×