Erlent

Kúba skilar Bandaríkjunum flugskeyti sem var sent fyrir mistök til Havana

Birgir Olgeirsson skrifar
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er væntanlega ánægður með að hafa fengið flugskeytið aftur.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er væntanlega ánægður með að hafa fengið flugskeytið aftur. Vísir/Getty

Yfirvöld í Kúbu hafa skilað bandarískum yfirvöld óvirku Hellfire-flugskeyti sem var fyrir mistök sent til höfuðborgar Kúbu, Havana, í júní árið 2014. 

Greint er frá því á vef breska ríkisútvarpsins BBC að flugskeytið innihélt ekki sprengiefni. Það var í fyrstu sent til Spánar þar sem nota átti það við heræfingu Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það var það flutti til Þýskalands og síðan til Charles de Gaulle-flugvallarins í París, Frakklandi. Þaðan átti það að fara til Flórída í Bandaríkjunum en var þess í stað flutt til Havana.

Greint er frá því á vef BBC að málið sé hið vandræðalegasta fyrir bandarísk yfirvöld sem þurftu að biðja yfirvöld í Kúbu um að skila flugskeytinu. 

AGM 114 Hellfire er leysigeisla miðað flugskeyti sem er hægt að skjóta úr þyrlu eða dróna

Yfirvöld í Bandaríkjunum óttuðust að kúbversk yfirvöld myndu deila þessari þróuðu tækni með löndum á borð við Norður-Kóreu, Kína eða Rússlandi.

Frá árinu 2014 hafa samskiptin á milli Bandaríkjanna og Kúbu batnað til muna. Bandaríkin tóku Kúbu af lista ríkja sem styðja hryðjuverk, þá var opnað fyrir fjármagnsflutninga á milli landanna í fyrra og jafnframt sendiráð Bandaríkjanna í Havana og sendiráð Kúbu í WashingtonAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira