Golf

Phil Mickelson í forystu fyrir lokahringinn á Pebble Beach

Mickelson og kylfusveinn hans Bones einbeittir á öðrum hring.
Mickelson og kylfusveinn hans Bones einbeittir á öðrum hring. vísir/Getty
Phil Mickelson er í forystu á AT&T mótinu sem fram fer á Pebble Beach en þegar að 18 holur eru eftir er hann á 16 höggum undir pari.

Mickelson hefur sýnt allar sínar bestu hliðar hingað til en hann hefur fjórum sinnum sigrað á mótinu og kann greinilega vel við sig á Pebble Beach.

Í öðru sæti er Japaninn Hiroshi Iwata á 14 höggum undir pari en Svíinn Freddie Jacobson og Suður-Kóreumaðurinn Sung Kang deila þriðja sætinu á 13 höggum undir pari.

Besti kylfingur heims, Jordan Spieth, er meðal keppenda um helgina en hann rétt náði niðurskurðinum og er mjög neðarlega á skortöflunni á einu höggi undir pari.

Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni í kvöld frá klukkan 18:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×