Golf

Phil Mickelson í forystu fyrir lokahringinn á Pebble Beach

Mickelson og kylfusveinn hans Bones einbeittir á öðrum hring.
Mickelson og kylfusveinn hans Bones einbeittir á öðrum hring. vísir/Getty

Phil Mickelson er í forystu á AT&T mótinu sem fram fer á Pebble Beach en þegar að 18 holur eru eftir er hann á 16 höggum undir pari.

Mickelson hefur sýnt allar sínar bestu hliðar hingað til en hann hefur fjórum sinnum sigrað á mótinu og kann greinilega vel við sig á Pebble Beach.

Í öðru sæti er Japaninn Hiroshi Iwata á 14 höggum undir pari en Svíinn Freddie Jacobson og Suður-Kóreumaðurinn Sung Kang deila þriðja sætinu á 13 höggum undir pari.

Besti kylfingur heims, Jordan Spieth, er meðal keppenda um helgina en hann rétt náði niðurskurðinum og er mjög neðarlega á skortöflunni á einu höggi undir pari.

Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni í kvöld frá klukkan 18:00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira