Körfubolti

Thompson rétt vann félaga sinn Curry í þriggja stiga keppninni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúlegar skyttur.
Ótrúlegar skyttur. vísir

Samherjarnir Klay Thompson og Stephen Curry mættust í úrslitaeinvíginu í þriggja stiga skotkeppninni í Toronto í gær.

Báðir leika þeir með Golden State Warriors sem hefur hreinlega farið á kostum á tímabilinu en liðið varð NBA-meistari á síðustu leiktíð.

Í lokaumferð keppninnar náði Curry í 23 stigum og þá mætti liðsfélagið hans á sviðið. Thompson gerði sér lítið fyrir og náði í 27 stig á ótrúlegan hátt og vann því keppnina.

Hér að neðan má sjá helstu atriðin í keppninni.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira