Fótbolti

Jafntefli í Póllandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir var í íslenska hópnum.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir var í íslenska hópnum. vísir/andri marinó

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu gerði í dag 1-1 jafntefli við Pólverja en leikurinn fór fram í Póllandi.

Andrea Rún Hauksdóttir skoraði eina mark Íslands í leiknum og kom það eftir um tíu mínútna leik.

Nokkrum mínútum síðar jafnaði Nikola Kaletka fyrir heimamenn og niðurstaðan 1-1 jafntefli. Þar sem ekki er um alþjóðlegan leikdag þá voru aðeins leikmenn úr Pepsi-deildinni í íslenska landsliðinu í dag og fengu fjölmargar stelpur því tækifæri til að sýna sig.

Ísland mætir Hvít-Rússum 12. apríl í undankeppni EM og fer leikurinn fram ytra.
Fleiri fréttir

Sjá meira