Fótbolti

Jafntefli í Póllandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir var í íslenska hópnum.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir var í íslenska hópnum. vísir/andri marinó

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu gerði í dag 1-1 jafntefli við Pólverja en leikurinn fór fram í Póllandi.

Andrea Rún Hauksdóttir skoraði eina mark Íslands í leiknum og kom það eftir um tíu mínútna leik.

Nokkrum mínútum síðar jafnaði Nikola Kaletka fyrir heimamenn og niðurstaðan 1-1 jafntefli. Þar sem ekki er um alþjóðlegan leikdag þá voru aðeins leikmenn úr Pepsi-deildinni í íslenska landsliðinu í dag og fengu fjölmargar stelpur því tækifæri til að sýna sig.

Ísland mætir Hvít-Rússum 12. apríl í undankeppni EM og fer leikurinn fram ytra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira