Handbolti

Uwe Gensheimer með ótrúlegt vítakast - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Uwe Gensheimer.
Uwe Gensheimer. vísir

Uwe Gensheimer, leikmaður Rhein Neckar Löwen, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik er líklega einn teknískasti leikmaður heims.

Hann er án efa einn allra besti hornamaðurinn í heiminum og nýtir sín færi betur en flest allir.

Á Facebook-síðunni Handbol 100-100 má sjá hreint ótrúlegt vítaskot frá Gensheimer þar sem hann er að sýna listir sínar.

Uwe stígur á punktinn og tekur nokkuð laust undirhandarskot. Aftur á móti þegar boltinn lendur á jörðinni beit fyrir framan drenginn í markinu kemur ótrúlegur snúningur á boltann og fer hann í netið.

Það er vel hægt að slá því föstu að Gensheimer er með einhvern ótrúlegasta úlnlið í heiminum eins og sjá má hér að neðan.

La muñeca de Uwe

¿Realidad o ficción? El truco de mágia de Uwe Gensheimer....

Posted by Handbol 100 x 100 on 12. febrúar 2016Fleiri fréttir

Sjá meira