Handbolti

Uwe Gensheimer með ótrúlegt vítakast - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Uwe Gensheimer.
Uwe Gensheimer. vísir

Uwe Gensheimer, leikmaður Rhein Neckar Löwen, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik er líklega einn teknískasti leikmaður heims.

Hann er án efa einn allra besti hornamaðurinn í heiminum og nýtir sín færi betur en flest allir.

Á Facebook-síðunni Handbol 100-100 má sjá hreint ótrúlegt vítaskot frá Gensheimer þar sem hann er að sýna listir sínar.

Uwe stígur á punktinn og tekur nokkuð laust undirhandarskot. Aftur á móti þegar boltinn lendur á jörðinni beit fyrir framan drenginn í markinu kemur ótrúlegur snúningur á boltann og fer hann í netið.

Það er vel hægt að slá því föstu að Gensheimer er með einhvern ótrúlegasta úlnlið í heiminum eins og sjá má hér að neðan.

La muñeca de Uwe

¿Realidad o ficción? El truco de mágia de Uwe Gensheimer....

Posted by Handbol 100 x 100 on 12. febrúar 2016


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira