Fótbolti

Emil lék allan leikinn í tapi Udinese | AC Milan með fínan sigur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Carlos Bacca í leiknum í dag.
Carlos Bacca í leiknum í dag. vísir/getty

Fjórir leikir fóru fram í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu í dag og ber þar helst að nefna flottan sigur AC Milan og Genoa, 2-1, á heimavelli.
Carlos Bacca og Keisuke Honda gerði mörk Milan í leiknum en Alessio Cerci gerði eina mark Genoa.

Emil Hallfreðsson lék allan leikinn hjá Udinese sem tapaði fyrir Bologna, 1-0, á heimavelli. Torino vann þægilegan sigur á Palermo en Ciro Immobile gerði tvö mörk fyrir Torino í leiknum.

Juventus er í efsta sæti deildarinnar með 57 stig, Napoli í því öðru með 56 stig og Romo í því þriðja með 47 stig. AC Milan er í sjötta sætinu með 43 stig.

Hér að neðan má sjá úrslit dagsins:
AC Milan 2 - 1 Genoa
Palermo 1 - 3 Torino
Sampdoria 0 - 0 Atalanta
Udinese 0 - 1 Bologna
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira