Enski boltinn

Kemur risaboð frá United í Aubameyang?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pierre-Emeric Aubameyang er sjóðheitur.
Pierre-Emeric Aubameyang er sjóðheitur. vísir-getty

Forráðamenn Manchester United virðast vera reyðubúnir að eyða 70 milljonum punda í Pierre-Emerick Aubameyang, framherja Borussia Dortmund, í sumar en það samsvarar tæpum þrettán milljörðum íslenskra króna.

Aubameyang hefur verið stórkostlegur í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og hefur hann gert tuttugu mörk í tuttugu leikjum. United hefur aldrei áður eytt slíkri upphæð í leikmann. 

Ed Woodward, framkvæmdarstjóri Manchester United, hefur gefið út að félagið gæti eytt allt að 120 milljónum punda í leikmenn í sumar og er Aubameyang fremstur á óskalistanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira