Enski boltinn

Kemur risaboð frá United í Aubameyang?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pierre-Emeric Aubameyang er sjóðheitur.
Pierre-Emeric Aubameyang er sjóðheitur. vísir-getty

Forráðamenn Manchester United virðast vera reyðubúnir að eyða 70 milljonum punda í Pierre-Emerick Aubameyang, framherja Borussia Dortmund, í sumar en það samsvarar tæpum þrettán milljörðum íslenskra króna.

Aubameyang hefur verið stórkostlegur í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og hefur hann gert tuttugu mörk í tuttugu leikjum. United hefur aldrei áður eytt slíkri upphæð í leikmann. 

Ed Woodward, framkvæmdarstjóri Manchester United, hefur gefið út að félagið gæti eytt allt að 120 milljónum punda í leikmenn í sumar og er Aubameyang fremstur á óskalistanum.
Fleiri fréttir

Sjá meira