Fótbolti

Auðvelt hjá Bayern Munchen | Alfreð kom ekkert við sögu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Robert Lewandowski í leiknum í dag.
Robert Lewandowski í leiknum í dag. vísir/getty

Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg töpuðu illa fyrir toppliðið Bayern Munchen, 3-1, á heimavelli.

Alfreð kom ekkert við sögu í leiknum og sat allan leikinn á varamannabekknum.Robert Lewandowski skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og kom gestunum í 2-0. Thomas Muller setti síðan þriðja markið tíu mínútum fyrir leikslok.

Raul Marcelo Bobadilla náði að minnka muninn á 87. mínútu fyrir Augsburg. Bayern Munchen er í efsta sæti deildarinnar með 56 stig, 12 stigum á undan Dortmund. Augsburg er í 14. sæti með 21 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira