Handbolti

Arnór og félagar fengu skell í Danmörku

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnór Atlason.
Arnór Atlason. vísir/epa

Franska liðið St. Raphael sótti ekki gull í greipar danska liðsins Bjerringbro-Silkeborg í EHF-bikarnum í dag.

Bjerringbro vann öruggan sigur, 31-26, eftir að hafa verið þrem mörkum yfir í hálfleik, 15-12.

Arnór skoraði þrjú mörk úr sjö skotum í dag. Mads Christiansen var öflugastur í liði Bjerringbro með sjö mörk.

Þetta var fyrsti leikur liðanna í riðlakeppninni. Alls taka sextán lið þátt í riðlakeppninni.
Fleiri fréttir

Sjá meira