Körfubolti

Kobe kvaddi með sigri í stjörnuleiknum | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kobe Bryant fékk höfðinglegar móttökur í Toronto í nótt.
Kobe Bryant fékk höfðinglegar móttökur í Toronto í nótt. vísir/getty

Það var mikið um dýrðir í Air Canada Centre í Toronto í nótt þegar stjörnuleikur NBA-deildarinnar í körfubolta fór fram.

Að þessu sinni hafði lið Vesturdeildarinnar betur, 196-173. Aldrei hefur verið skorað jafn mikið í stjörnuleik og í nótt.

Russell Westbrook, leikmaður Oklahoma City Thunder, var valinn maður leiksins (MVP) annað árið í röð en hann hann skoraði 31 stig, tók átta fráköst, gaf fimm stoðsendingar og stal boltanum fimm sinnum.

Kobe Bryant skoraði 10 stig í sínum síðasta stjörnuleik á ferlinum en hann leggur skóna sem kunnugt er á hilluna eftir tímabilið.

Paul George skoraði 41 stig fyrir lið Austurdeildarinnar og var stigahæstur allra á vellinum. John Wall kom næstur hjá Austrinu með 22 stig.

Stjörnuleikurinn í draugsýn Westbrook var valinn maður leiksins Kobe fékk heiðursskiptingu undir lokin Paul George var stigahæstur allra á vellinum
NBA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira