Körfubolti

Kobe kvaddi með sigri í stjörnuleiknum | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kobe Bryant fékk höfðinglegar móttökur í Toronto í nótt.
Kobe Bryant fékk höfðinglegar móttökur í Toronto í nótt. vísir/getty

Það var mikið um dýrðir í Air Canada Centre í Toronto í nótt þegar stjörnuleikur NBA-deildarinnar í körfubolta fór fram.

Að þessu sinni hafði lið Vesturdeildarinnar betur, 196-173. Aldrei hefur verið skorað jafn mikið í stjörnuleik og í nótt.

Russell Westbrook, leikmaður Oklahoma City Thunder, var valinn maður leiksins (MVP) annað árið í röð en hann hann skoraði 31 stig, tók átta fráköst, gaf fimm stoðsendingar og stal boltanum fimm sinnum.

Kobe Bryant skoraði 10 stig í sínum síðasta stjörnuleik á ferlinum en hann leggur skóna sem kunnugt er á hilluna eftir tímabilið.

Paul George skoraði 41 stig fyrir lið Austurdeildarinnar og var stigahæstur allra á vellinum. John Wall kom næstur hjá Austrinu með 22 stig.

Stjörnuleikurinn í draugsýn Westbrook var valinn maður leiksins Kobe fékk heiðursskiptingu undir lokin Paul George var stigahæstur allra á vellinum
NBA

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira