Íslenski boltinn

Nokkur tilboð komin í Gary Martin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary Martin í leik með KR.
Gary Martin í leik með KR. Vísir

Baldur Stefánsson, varaformaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti í samtali við Fótbolti.net í dag að liðið hafi fengið nokkur tilboð í sóknarmanninn Gary Martin.

„Gary er frábær leikmaður og margir hafa sýnt honum áhuga,“ sagði Baldur og bætir við að tilboðunum fylgir nokkuð rót.

„Öll þessi lið eru að senda okkur tölvupósta og áður en maður er búinn að lesa þá sjálfur þá les maður um það í blöðunum.“

KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og verður í tvær vikur á Flórída. Baldur reiknar með að Gary verði með í för. „Ég á ekki von á að það gerist neitt næsta sólarhringinn,“ bætti Baldur við.

Gary Martin spilaði ekki með KR sem gerði 1-1 jafntefli gegn Haukum í Lengjubikarnum í gær en Baldur sagði að það tengdist mögulegum félagaskiptum Gary ekki.
Fleiri fréttir

Sjá meira