Erlent

Fjórtán látnir í árás á sjúkrahús Lækna án landamæra

Atli Ísleifsson skrifar
Maarat al-Numan er um þrjátíu kílómetrum suður af borginni Idlib.
Maarat al-Numan er um þrjátíu kílómetrum suður af borginni Idlib. Mynd/MSF

Fjórtán manns hið minnsta eru látnir eftir að fjórum eldflaugum var skotið á sjúkrahús Lækna án landamæra í sýrlenska bænum Maarat al-Numan í morgun.

Talsmaður Lækna án landamæra segir að átta starfsmönnum sjúkrahússins sé saknað.

Í frétt BBC kemur fram að óljóst sé hverjir beri ábyrgð á árásinni.

Maarat al-Numan er um þrjátíu kílómetrum suður af borginni Idlib.
Fleiri fréttir

Sjá meira