Erlent

Fjórtán látnir í árás á sjúkrahús Lækna án landamæra

Atli Ísleifsson skrifar
Maarat al-Numan er um þrjátíu kílómetrum suður af borginni Idlib.
Maarat al-Numan er um þrjátíu kílómetrum suður af borginni Idlib. Mynd/MSF

Fjórtán manns hið minnsta eru látnir eftir að fjórum eldflaugum var skotið á sjúkrahús Lækna án landamæra í sýrlenska bænum Maarat al-Numan í morgun.

Talsmaður Lækna án landamæra segir að átta starfsmönnum sjúkrahússins sé saknað.

Í frétt BBC kemur fram að óljóst sé hverjir beri ábyrgð á árásinni.

Maarat al-Numan er um þrjátíu kílómetrum suður af borginni Idlib.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira