Enski boltinn

Matip á förum til Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Samkvæmt heimildum Sky Sports gengur varnarmaðurinn Joël Matip í raðir Liverpool frá Schalke 04 í sumar.

Samningur hins 24 ára gamla Matips rennur út í lok júní og hann kemur því til Liverpool á frjálsri sölu.

Matip, sem getur spilað bæði sem miðvörður og miðjumaður, er uppalinn hjá Schalke en hann hefur leikið tæplega 250 leiki fyrir þýska liðið.

Matip er fæddur í Þýskalandi en leikur fyrir landslið Kamerún. Hann hefur leikið 27 leiki fyrir kamerúnska liðið og var í leikmannahópi þess á HM 2010 og 2014.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira