Enski boltinn

Matip á förum til Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Samkvæmt heimildum Sky Sports gengur varnarmaðurinn Joël Matip í raðir Liverpool frá Schalke 04 í sumar.

Samningur hins 24 ára gamla Matips rennur út í lok júní og hann kemur því til Liverpool á frjálsri sölu.

Matip, sem getur spilað bæði sem miðvörður og miðjumaður, er uppalinn hjá Schalke en hann hefur leikið tæplega 250 leiki fyrir þýska liðið.

Matip er fæddur í Þýskalandi en leikur fyrir landslið Kamerún. Hann hefur leikið 27 leiki fyrir kamerúnska liðið og var í leikmannahópi þess á HM 2010 og 2014.
Fleiri fréttir

Sjá meira