Innlent

Barnavernd leitar að fólki sem er tilbúið að taka að sér flóttabarn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Leita að fólki sem getur tekið á móti börnum sem koma hingað til lands án þess að vera í fylgd fullorðinna.
Leita að fólki sem getur tekið á móti börnum sem koma hingað til lands án þess að vera í fylgd fullorðinna. Vísir/Vilhelm

Barnaverndarstofa hefur auglýst eftir fólki sem tilbúið er til að taka flóttabarn í fóstur eða vistun á heimili sínu í lengri eða skemmri tíma. Verið er að leita að fólki sem tilbúið er að aðstoða þau börn sem kunna að koma hingað til lands án fylgdar fullorðinna. 

Í auglýsingu Barnaverndarstofu, sem birtist á vefsíðu stofnunarinnar, segir að æskilegt sé að þeir sem taka að sér börn í slíkum aðstæðum hafi reynslu eða þekkingu á málefnum flóttabarna, mismunandi menningu þeirra, trú og hefðum eða tali tungumál þeirra.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Barnaverndarstofu í gegnum síma 560 2600 eða tölvupóst bvs@bvs.is.

Í auglýsingunni segir að mikilvægt sé að umsækjendur geti alfarið verið heimavinnandi sé talin þörf á eða hafi sveigjanlegri vinnutíma ef þeir vinna utan heimilis. „Þeir umsækjendur sem taka að sér barn munu fá viðeigandi undirbúning og fræðslu,“ segir í auglýsingunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira