Lífið

Sjáðu Eurovision-sviðið í Globen - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rosalegt svið.
Rosalegt svið. vísir

Ísland verður með seinni atriðum á svið á fyrra undankvöldi söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Stokkhólmi í vor.

Bæði undanúrslitakvöldin og úrslitakvöldið fara fram í Globen-höllinni í Stokkhólmi. Nú hafa Svíarnir gefa út myndband sem sýnir hvernig sviðið mun koma til með að líta út á kvöldunum.

Fyrri undanriðillinn fer fram þriðjudagskvöldið 10. maí og verður Ísland í hópi átján landa sem keppa um tíu laus sæti í úrslitunum laugardagskvöldið 14. maí. Nítján lönd keppa um tíu laus sæti fimmtudagskvöldið 12. maí á seinna undankvöldinu.

Þrjátíu og sjö lönd keppa í ár en stóru þjóðirnar fimm, Bretland, Ítalía, Spánn, Frakkland og Þýskaland eiga víst sæti á úrslitakvöldinu ásamt gestgjöfunum í Svíþjóð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira