Formúla 1

Frumsýningar í Formúlu 1

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
RS16 bíllinn sem Renault frumsýndi 3. febrúar.
RS16 bíllinn sem Renault frumsýndi 3. febrúar. Vísir/F1technical

Formúlu 1 tímabilið hefst 18. mars næstkomandi, með föstudagsæfingum í Ástralíu. Fyrst fara fram æfingar og frumsýningar liðanna á nýjum bílum.

Renault liðið hefur þegar afhjúpað sinn bíl, það gerði liðið í höfuðstöðvum sínum í París 3. febrúar síðastliðinn.

Red Bull ætlar að afhjúpa sinn bíl 17. febrúar næstkomandi. Sá gæti þó tekið breytingum þegar nær dregur keppnum. Um er að ræða frumsýningu litasamsetningar bílsins. Það verður spennandi að vita hvort Red Bull ætlar að breyta um liti, yirgefa fjólubláan og gulan.

Ferrari ætlar að halda vefviðburð þar sem bíll liðsins verður frumsýndur. Viðburðurinn fer fram 18. febrúar. McLaren ætlar að gera slíkt hið sama þann 21. febrúar.

Haas F1, Williams og Manor ætla að frumsýna sína bíla 22. febrúar, fyrsta æfingadag í Barselóna. Red Bull ætlar að mæta til leiks með sinn bíl þá líka.

Sauber liðið hefur ákveðið að bíða fram að annarri æfingalotu með að frumsýna sinn bíl. Hulunni verður svipt af honum 1. mars.

Mercedes, Force India og Toro Rosso eiga eftir að tilkynna um frumsýningar.
Vísir mun fylgjast með og birta umfjöllun og myndir af bílunum þegar þær berast.


Tengdar fréttir

Pascal Wehrlein keppir með Manor

Pascal Wehrlein mun aka með Manor liðinu á komandi tímabili í Formúlu 1. Wehrlein var þróunarökumaður Mercedes liðsins á síðasta tímabili ásamt því að verða meistari í DTM.

Renault sviptir hulunni af 2016 bílnum

Renault afhjúðaði Formúlu 1 bíl sinn fyrir árið 2016, fyrst allra liða. Renault snýr aftur í ár sem rekstraraðili liðs með RS16 bílinn.

Maldonado tapar sætinu í Formúlu 1

Pastor Maldonado hefur staðfest að hann muni ekki taka þátt í Formúlu 1 í ár. Hann hefur misst sæti sitt hjá Renault til danska ökumannsins, Kevin Magnussen.

Magnussen tekur sæti Maldonado hjá Renault

Kevin Magnussen, fyrrum ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 mun samkvæmt heimildum Autosport taka sæti Pastor Maldonado hjá Renault liðinu í Formúlu 1.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira