Körfubolti

Þrír nýliðar í æfingahópnum | Margrét Kara kemur inn eftir fjögurra ára hlé

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Margrét Kara lék síðast með landsliðinu á Norðurlandamótinu í Rykkin í Noregi 2012.
Margrét Kara lék síðast með landsliðinu á Norðurlandamótinu í Rykkin í Noregi 2012. vísir/anton

Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið æfingahóp fyrir leikina gegn Portúgal og Ungverjalandi í undankeppni EM 2017.

Æfingahópurinn telur 20 leikmenn en þeir æfðu um helgina og í morgun og verða við æfingar næstu tvo daga fram að brottför til Portúgals.

Leikurinn gegn Portúgölum fer fram ytra 20. febrúar en fjórum dögum seinna mætir Ísland Ungverjalandi í Laugardalshöllinni. Ísland er búið að tapa báðum leikjum sínum í riðlinum líkt og Portúgal.

Þrír nýliðar eru í æfingahópnum; María Björnsdóttir úr Snæfelli, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir úr Hamri og Sylvía Rún Hálfdánardóttir úr Haukum.

Þær koma inn í æfingahópinn frá síðasta verkefni liðsins ásamt þeim Hallveigu Jónsdóttur úr Val, Ingunni Emblu Kristínardóttur úr Grindavík og Stjörnukonunni Margréti Köru Sturludóttir sem kemur inn í landsliðið á ný eftir fjögurra ára hlé.

Þær sem koma nýjar inn í æfingahópinn eru eftirfarandi leikmenn:
Hallveig Jónsdóttir - Valur · Bakvörður · f. 1995 · 180 cm · 3 landsleikir
Ingunn Embla Kristínardóttir - Grindavík · Bakvörður · f. 1995 · 169 cm · 3 landsleikir
Margrét Kara Sturludóttir - Stjarnan · Bakvörður · f. 1989 · 175 cm · 13 landsleikir
María Björnsdóttir - Snæfell · Framherji · f. 1990 · 176 cm · Nýliði
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir - Hamar · Miðherji · f. 1991 · 188 cm · Nýliði
Sylvía Rún Hálfdánardóttir - Haukar · Bakvörður f. 1998 · 181 cm · Nýliði
Auður Íris Ólafsdóttir - Haukar · Bakvörður f. 1992 · 174 cm · 8 landsleikir
Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell · Bakvörður f. 1992 · 177 cm · 2 landsleikir
Bergþóra Tómasdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1994 · 180 cm · 1 landsleikur
Björg Einarsdóttir - Grindavík · Bakvörður · f. 1992 · 165 cm · 3 landsleikir
Bryndís Guðmundsdóttir – Snæfell · Framherji · f. 1988 · 178 cm · 37 landsleikir
Guðbjörg Sverrisdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1992 · 180 cm · 9 landsleikir
Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell · Bakvörður · f. 1990 · 176 cm · 21 landsleikir
Helena Sverrisdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1988 · 184 cm · 59 landsleikir
Jóhanna Björk Sveinsdóttir – Haukar · Framherji · f. 1989 · 178 cm · 7 landsleikir
Marín Laufey Davíðsdóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1995 · 180 cm · 6 landsleikir
Pálína Gunnlaugsdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1987 · 167 cm · 33 landsleikir
Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Stjarnan · Miðherji · f. 1990 · 188 cm · 31 landsleikir
Sandra Lind Þrastardóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1996 · 182 cm · 5 landsleikir
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Grindavík · Framherji f. 1988 · 181 cm · 38 landsleikirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira