Innlent

Annar strokufanganna fundinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Talið er að mennirnir hafi flúið fangelsið rétt fyrir miðnætti í gær.
Talið er að mennirnir hafi flúið fangelsið rétt fyrir miðnætti í gær. VÍSIR/RÓBERT REYNISSON

Annar mannanna sem strauk úr fangelsinu að Sogni í gær er fundinn. Hann fannst í Reykjavík nú á sjötta tímanum í dag. Leitin að hinum heldur áfram. Lögreglan á Suðurlandi hefur annast leitina en lögregluþjónar bæði þar og á höfuðborgarsvæðinu hafa komið að leitinni.

Páll Egill Winkel, forstjóri fangelsismálastofnunar, staðfestir það í samtali við fréttastofu, en fyrst var sagt frá málinu á vef RÚV.

Um er að ræða tvo fanga í kringum tvítugt. Þeir voru á sínum tíma dæmdir fyrir minniháttar brot og eru ekki taldir hættulegir. Annar þeirra strauk í fyrra frá Kvíabryggju en fannst skömmu síðar á Þingvöllum þar sem hann var handtekinn.

Fangelsið að Sogni er skilgreint sem opið fangelsi þannig að engar girðingar eða múrar afmarka það. Sjaldgæft þykir að fangar strjúki úr fangelsum af þessu tagi.


Tengdar fréttir

Tveir fangar struku frá Sogni í nótt

Tveir ungir karlmenn struku úr fangelsinu að Sogni i gærkvöldi og ganga enn lausir, eftir því sem fréttastofa veit best. Lögreglan á Suðurlandi segist kannast við málið, en Fangelsismálatofnun hefur ekki leitað eftir aðstoð hennar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira